sunnudagur, apríl 25, 2004

Haloscan niðri!

Hvur andskotinn!!

|
Leiðindi
Ég held ég hafi aldrei nokkurntímann verið jafnilla undirbúinn fyrir próf og nú, nema kannski fyrir stærðfræðiprófin í MR. Ég sé fram á að fá fremur lága einkunn í sifjarétti. Þar að auki er um að ræða (að verulegu leyti) krossapróf (sem er ekki mín sterkasta hlið), þannig að ég er ekki einu sinni viss um að ná.

Þessar tilraunir til að lesa sifjaréttinn hafa hins vegar haft þau áhrif á mig að ég er orðin sæmilega vel lesinn í stjórnskipunarrétti. Þær enda alltaf á því að ég fer að lesa hann.

Ætli maður reyni ekki að standa sig í forspjallsvísindunum líka. Verst að það eru engin munnleg próf.

|
Bruckner
Ég hef nú tekið 6. sinfóníu Bruckners í sátt. Þá eru aðeins eftir 1. og 0. sinfónían. (sú núllta, þetta er ekki innsláttarvilla). Þær eru fremur óspennandi.
Sú 5. er uppáhaldssinfónían mín. Þar á ég við að hún sé uppáhaldssinfónía mín almennt. Á eftir henni er hin ófullgerða 9. sinfónía.
Enginn sem les þetta deilir með mér áhuga á Bruckner, svo ég viti. Því miður. Hann var mun merkilegri en t.d. Mahler

|

föstudagur, apríl 23, 2004

Áhrifamáttur fjölmiðla, eða hvað?

Hér set ég stuttan kafla úr The Anatomy of Melancholy eftir Robert Burton:
I hear new news every day, and those ordinary rumours of war, plagues, fires, inundations, thefts, murders, massacres, meteors, comets, spectrums, prodigies, apparitions, of towns taken, cities besieged in France, Germany, Turkey, Persia, Poland etc., daily musters and preparations, and such-like, which these tempestuous times afford, battles fought, so many men slain, monomachies, shipwrecks, piracies, and sea-fights, peace, leagues, stratagems, and fresh alarums. A vast confusion of vows, wishes, actions, edicts, petitions, lawsuits, pleas, laws, proclamations, complaints, grievances are daily brought to our ears. (...)

Á undanförnum árum hafa hundruð þúsunda óbreyttra borgara verið myrtar í stríðsátökum, af hryðjuverkamönnum eða af harðstjórnum.
Ég hef hvorki tíma né þrek til að syrgja allt þetta fólk. Ég get ekki haft meðaumkvun með öllu þessu fólki. Ég get ekki sett upp vanþóknunarsvip yfir öllum þessum leiðindaatburðum.

Þeir sem eru fylgjandi hugmyndum um mannréttindi segja svo að öll mannslíf séu mikils virði, og öll jafnmikilvæg. Svo er bara haldið áfram að segja frá hrakförum fólks, hvort sem það er í Palestínu, Írak eða Illinois. Maður slævist, og að lokum verður manni alveg sama. Nákvæmlega sama.

Svo þegar flogið er á WTC 2001 deyja ca. 3000 manns. Og ég veit ekki hvort ég ætti að skammast mín fyrir það, en missir bygginganna hefur meiri áhrif á mig en mannslífin sem glötuðust.

|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Íslensk stjórnspeki.

Það er alltaf jafnmerklegt að sjá hvernig Íslendingar haga sér gagnvart þeim sem þeir telja að hafi vald.

Alltaf er það sama sagan:
Búandkarlinn stendur innskeifur fyrir framan sýslumanninn, krumpandi húfuna sína, og ávarpar hann skjálfandi röddu...
“Ónáða ég sýslumanninn?”
...og kemur síðan með eitthað smáerindi...

Ef sýslumaðurinn tekur hinu lítilfjörlega erindi vel, hefur hann eignast traustan bandamann í bóndanum, hvort sem það er animo submisso agricolae, eða vegna þess að hann er hreifur af víni, eða bara einfaldlega irrumatione

Ef sýslumaðurinn hafnar erindinu, hvort sem það er malo animo, turpitudine, pigritia, eða bara einfaldlega vegna þess að hann var somno vinoque sepultus þegar bónbeiðandinn krafsaði í hurðina, mun bóndinn bara kenna sjálfum sér um hvernig fór.

Á Íslandi hafa alltaf verið margir svona “sýslumenn”. Þeir hafa ekki endilega gegnt því embætti, en þeir hafa allir haft vald og farið með það eins og þeim sýndist.
Jónas frá Hriflu kunni á þetta best allra. Eiginlega mætti segja að hann hafi verið “sýslumaður Íslands” um tíma. En hann kunni ekki að halda þeim völdum sem hann hafði aflað sér. Hann féll af þeirri ástæðu að hann var of langrækinn.

Nú kynni einhver að ætla að ég muni ljúka færslunni með því að líkja núverandi forsætisráðherra við “sýslumanninn”, en það geri ég ekki. Davíð Oddson er viðvaningur. Hann skilur ekki það vald sem hann hefur, og kann ekki að nota það. Aðgerðir hans bera þess merki að hann geri sér ekki grein fyrir stöðu sinni. Svo virðist sem hann sé “lýðræðislegur einræðisherra”, þ.e. eins konar skoffín.

|
Fátt er ömurlegra...

...en áhugi á kóngafólki og David Beckham.

|

sunnudagur, apríl 18, 2004

Það fer mjög í taugarnar á mér þegar fólk fylgir ekki eftir sínum málum.

Ef ég verð einhvurntímann lögmaður (sem verður, nema ég falli frá), mun ég hafa skilmálana þannig að ef skjólstæðingur í einkamáli missir móðinn og bakkar, leggjast 20% ofaná kostnaðinn vegna þess að tíma mínum hafi verið sóað.

Ég hef enga þolinmæði gagnvart aumingjum!

|
Sósíólingvistískar athuganir.

Svo virðist sem flámæli sé farið að ryðja sér til rúms meðall hinna lægri stétta á Íslandi.
Það er nú gott. Þá er auðveldara að ákveða hverja maður á að vera vondur við.


|

föstudagur, apríl 16, 2004

Um páskana voru tvær bækur á skrifborðinu mínu. Önnur var Erfðaréttur eftir Pál Sigurðsson. Hin var Complete Works of William Shakespeare. Tímanum var afar ójafnt skipt á milli þeirra.

Andskotinn.

|

mánudagur, apríl 12, 2004

Even in the force and road of casualty.
I will not choose what many men desire,
Because I will not jump with common spirits
And rank me with the barbarous multitude.

W. Shakespeare, Kaupmaðurinn í Feneyjum, 2 þáttur, 9. atriði.

|

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Um stéttaskiptingu.

Meðal mannfólksins ættu flestir að vera lágt settir, valdalausir og umfram allt heimskir. Einnig þyrfti að vera fámenn stétt fullgildra einstaklinga sem verður ofaná. Alfar og epsílonar, eins og í bók Huxleys.

Sú tilhugsun að einhver rumpulýður geri sig breiðan, líkt og gerst hefur, er óþolandi. Það á ekki að kenna þessum skríl að lesa. Svo lengi sem þetta fyrirlitlega hyski hefur nóg að éta og nóg af innihaldslausri, athyglisdreifandi tímasóun stafar engin hætta af því.

Skríllinn getur andað að sér og frá sér í friði, og hlustað, horft á og étið sorpið sitt. Það bara vinnur á daginn fyrir sérbetrunga sína. Sjónvarp og tölvuleikir eru sérstaklega góð tæki til að halda þessu skítapakki niðri.

|

mánudagur, apríl 05, 2004

Um skyldu til að fara að lögum.

Það að fara eftir sumum lögum en ekki öllum er bara ósköp einfaldlega viðurkenning manns (í verki) á því að manni beri ekki skylda til að fara eftir lögum.
Maður sem annarsvegar fer ekki eftir “ólögum” og reynir hinsvegar að halda fram kenningum um skyldu manna að fara eftir lögum er í senn aumkvunarverður og í ósamræmi við sjálfan sig.

|
Ergelsi

Ég hef bara lesið Sartre á sænsku, þótt skömm sé frá að segja.
Ég þarf að fara að læra frönsku, þetta er ekki hægt.

|

föstudagur, apríl 02, 2004

Um íslensk skáld 3:
Steinn Steinarr.


Steinn Steinarr er líklega það íslenska skáld á 20. öld sem ég hef mestar mætur á. Það er helst að skugga beri á þegar hann týnir sér í sósíalisma.

Gylfi Gröndal hefur ritað ævisögu hans. Sú bók er þrautleiðinleg og virðist vera um allt nema Stein Steinarr. En hún fer vel í hillu, þar sem ég leyfi henni að rykfalla í friði.

Í formála sínum að kvæðasafni sínu, Eddu, þakkar Þórbergur Þórðarson Steini sem “sérfræðingi mínum í persónuníði”. Það tel ég vera ágæta lýsingu á honum. Hann var án nokkurs vafa snjallasti penni landsins á því sviði, næstur fyrir ofan Jónas frá Hriflu. Geri aðrir betur.

Það fer í taugarnar á mér þegar menn þykjast ekki skilja Tímann og vatnið:
Dæmi:
“Ég henti steini
Í hvítan múrvegg
Og steinninn hló.”

Hver skilur þetta ekki? Hugsið.

En eins og flestir hæfileikamenn á Íslandi fyrr og síðar var Steinn Steinarr fyllibytta. Hann drakk beinlínis frá sér heilsuna og varð ekki langlífur.

Ég gæti talað um verk Steins Steinarr svo klukkutímum skiptir en læt þetta nægja. Að sinni.

|
Lauslega um Heidegger.

Ef til vill er rétt að gera örstutta grein fyrir Heidegger, þar eð flestir sem lesa þessa síðu eru sauðnaut að andlegu atgervi.

Martin Heidegger (d. 1976) er annaðhvort áhrifamesti eða næstáhrifamesti heimspekingur 20. aldar. Það er ekki lítið.
Hans magnum opus, Sein und Zeit, hafði (og hefur) mikil áhrif á heimspeki. Dæmi um það eru Sartre, Wittgenstein, Gadamer, Derrida, Habermas (o.fl. mjög ólíkir heimspekingar), en þeir urðu fyrir verulegum, augljósum áhrifum af þessu verki hans.

Sein und Zeit er mjög flókið rit, ein þeirra bóka sem krefjast fullrar einbeitingar lesandans frá upphafi til enda. Hverja einustu setningu þarf að lesa a.m.k. tvisvar, ella týnist maður strax. Hugmyndir þær sem settar eru fram eru ákaflega flóknar og ekki er hægt að summera þær upp á bloggi (a.m.k. ekki nógu vel). Bókin nær engan veginn að svara þeim spurningum sem settar eru fram, en nær samt að snúa vestrænni heimspeki á hvolf, svo að segja.

Eftir Sein und Zeit náði Heidegger sér aldrei almennilega á strik aftur sem heimspekingur. Hann eyddi miklum tíma í að fjalla um rit annarra, frá Heraklítosi til Aristótelesar til Kants til Nietzsche til Husserl... Það er misgott, og alveg fullkomlega óskiljanlegt nema maður kunni þýsku.

Helsta gagnrýnin sem sett er fram gegn Heidegger er sú að hann hafi verið nasisti. (málefnaleg gagnrýni gegn heimspekingi sem ekkert fjallaði um pólitík, ekki satt). Og hann var líka nasisti. Hann hafði ekkert praktískt vit og var fremur barnalegur á ýmsa lund. En það kemur heimspeki hans ekkert við.

Þær ensku þýðingar sem gerðar hafa verið af Sein und Zeit eru svo fullar af klaufalegum, bandstriks-samsettum orðum og óþarfa forsetningum að þær verða nánast óskiljanlegar. Það þarf fallbeygingu til að útskýra flókna metafýsik! Og er til lógískara (eða hljómfagurra) tungumál en þýska?

|

fimmtudagur, apríl 01, 2004

eeehhh...

Færslan um heildarútgáfu Heideggers er EKKI aprílgabb.

(var rétt í þessu að uppgötva hvaða dagur er í dag)

|
Heildarútgáfa af verkum þýska heimspekingsins Martin Heidegger er í framkvæmd.

Úr verða 102 bindi áður en yfir lýkur!

Þá hefur maður eitthvað skemmtilegt til að eyða peningunum sínum í.
Verst að þetta verkefni mun líklega ekki verða búið fyrr en maður er sjálfur dauður.

Fyrir áhugasama: www.klostermann.de

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?