mánudagur, ágúst 16, 2004
Úlfur umburðarlyndi
Ég er mjög umburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra, svo fremi að þær skipti engu máli.
Ef einhver hópur manna lýsir yfir skoðunum sem eru þess eðlis að hagsmunir mínir munu skaðast (t.d. skólagjöld í HÍ áður en ég útskrifast) er mér alveg nákvæmlega sama um það.
Ef sá hópur beitir hins vegar þrýstingi og leitar allra leiða (í verki) til að ná því fram, er ég á móti þeim hópi yfirleitt. Megi þeir brenna!
Kvabb úti í horni skaðar engan. En aðgerðir...
|
Ég er mjög umburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra, svo fremi að þær skipti engu máli.
Ef einhver hópur manna lýsir yfir skoðunum sem eru þess eðlis að hagsmunir mínir munu skaðast (t.d. skólagjöld í HÍ áður en ég útskrifast) er mér alveg nákvæmlega sama um það.
Ef sá hópur beitir hins vegar þrýstingi og leitar allra leiða (í verki) til að ná því fram, er ég á móti þeim hópi yfirleitt. Megi þeir brenna!
Kvabb úti í horni skaðar engan. En aðgerðir...
Um saumaklúbba.
Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að pólitísk hreyfing sem inniheldur of margvíslegar skoðanir sé líkleg til að breytast í leiðinlegan meðalmennsku-miðjumoðs-saumaklúbb. Ef menn eru ósammála um hin mikilvægari mál eru þau einfaldlega sett til hliðar og tímanum eytt í hin smærri. Þetta er gert til að varðveita einingu félagsins og koma í veg fyrir það að fólk kljúfi sig út úr því og stofni ný félög sem hafa pólitíska stefnu.
Allir íslenskir flokkar eru svona:
1. Frjálslyndir. Krummaskuðalúserar mæta minnipokamönnum úr íhaldsarmi Sjálfstæðisflokksins og kalla sig "frjálslynda". Nei takk!
2. Í Samfylkingunni er að finna nánast allt litróf íslenskra stjórnmála. Sumir eru beinlínis hægrimenn, aðrir kratar að sænskri fyrirmynd, enn einn hópurinn vill þjóðnýtingu. Flestir þeirra vilja ganga í Evrópusambandið, en þeir geta ekki einu sinni komið sér saman um það. Hundóánægður minnihluti er enn til, en til að friða hann fara þeir að tala um fjölmenningu, fátæk börn og eitthvað fleira sem skiptir litlu máli. Á þessum flokki er hvorki haus né sporður. Né uggar, ef út í það er farið!
3. Sjálfstæðisflokkurinn, þar sem innan um frjálshyggjumennina eru sveitamenn sem vilja landbúnaðarstyrki og innan um íhaldsmennina eru nýrík verðbréfabörn. Og á meðan færist flokkurinn inn á miðjuna, þar sem almennt skoðanaleysi og vesaldómur ríkja.
4. Framsóknarflokkurinn virðist gegnheill í að vera úreltur, sveitó og skoðanalítill. Samt eru þar tvær fylkingar. Með Halldóri og á móti Halldóri.
5. Skandinavísk-þýsk græningjastefna virðist algeng meðal forystumanna VG. En svo er það sveitavargurinn (Jón Bjarnason í fararbroddi). Og kommúnistarnir, sem húka óánægðir úti í horni (Ragnar skjálfti og co.).
Væri ekki íslensk pólitík skemmtilegri og fjölbreyttari ef þessir flokkar klofnuðu allir? Væru ekki valkostirnir skýrari? Og svo framvegis?
|
Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að pólitísk hreyfing sem inniheldur of margvíslegar skoðanir sé líkleg til að breytast í leiðinlegan meðalmennsku-miðjumoðs-saumaklúbb. Ef menn eru ósammála um hin mikilvægari mál eru þau einfaldlega sett til hliðar og tímanum eytt í hin smærri. Þetta er gert til að varðveita einingu félagsins og koma í veg fyrir það að fólk kljúfi sig út úr því og stofni ný félög sem hafa pólitíska stefnu.
Allir íslenskir flokkar eru svona:
1. Frjálslyndir. Krummaskuðalúserar mæta minnipokamönnum úr íhaldsarmi Sjálfstæðisflokksins og kalla sig "frjálslynda". Nei takk!
2. Í Samfylkingunni er að finna nánast allt litróf íslenskra stjórnmála. Sumir eru beinlínis hægrimenn, aðrir kratar að sænskri fyrirmynd, enn einn hópurinn vill þjóðnýtingu. Flestir þeirra vilja ganga í Evrópusambandið, en þeir geta ekki einu sinni komið sér saman um það. Hundóánægður minnihluti er enn til, en til að friða hann fara þeir að tala um fjölmenningu, fátæk börn og eitthvað fleira sem skiptir litlu máli. Á þessum flokki er hvorki haus né sporður. Né uggar, ef út í það er farið!
3. Sjálfstæðisflokkurinn, þar sem innan um frjálshyggjumennina eru sveitamenn sem vilja landbúnaðarstyrki og innan um íhaldsmennina eru nýrík verðbréfabörn. Og á meðan færist flokkurinn inn á miðjuna, þar sem almennt skoðanaleysi og vesaldómur ríkja.
4. Framsóknarflokkurinn virðist gegnheill í að vera úreltur, sveitó og skoðanalítill. Samt eru þar tvær fylkingar. Með Halldóri og á móti Halldóri.
5. Skandinavísk-þýsk græningjastefna virðist algeng meðal forystumanna VG. En svo er það sveitavargurinn (Jón Bjarnason í fararbroddi). Og kommúnistarnir, sem húka óánægðir úti í horni (Ragnar skjálfti og co.).
Væri ekki íslensk pólitík skemmtilegri og fjölbreyttari ef þessir flokkar klofnuðu allir? Væru ekki valkostirnir skýrari? Og svo framvegis?
föstudagur, ágúst 13, 2004
Um Heimdall og hin "mörgu sjónarmið" Sjálfstæðisflokksins.
Heimdallur er samansafn af framagjörnu ungu fólki.
Í sjálfu sér er ekkert að því að vera framagjarn. Ég vil sjálfur komast áfram í lífinu, og ég geri ráð fyrir því að flestir sem lesa þetta vilji slíkt hið sama.
Ég nenni ekki að spila út rökunum um að Heimdellingar séu "höfðingjasleikjur". Það hafa margir aðrir gert sem eru einfaldlega höfðingjasleikjur einhverra annarra.
En það vekur hjá mér furðu að þetta fólk, sem kennir sig við einstaklingshyggju, geti hugsað sér að vera í þessu félagi og þessum flokki og beygja sig undir vilja einhvers "meirihluta" innan félagsins sem ekkert veit í sinn haus.
Mér hefur verið boðið að ganga í þetta félag. Og ég hef hafnað því. Því ef ég er á ósammála hugmyndum þess á ég ekki erindi í það og ef þar rúmast "mörg sjónarmið" er einfaldlega um að ræða saumaklúbb í yfirstærð, ekki stjórnmálahreyfingu.
|
Heimdallur er samansafn af framagjörnu ungu fólki.
Í sjálfu sér er ekkert að því að vera framagjarn. Ég vil sjálfur komast áfram í lífinu, og ég geri ráð fyrir því að flestir sem lesa þetta vilji slíkt hið sama.
Ég nenni ekki að spila út rökunum um að Heimdellingar séu "höfðingjasleikjur". Það hafa margir aðrir gert sem eru einfaldlega höfðingjasleikjur einhverra annarra.
En það vekur hjá mér furðu að þetta fólk, sem kennir sig við einstaklingshyggju, geti hugsað sér að vera í þessu félagi og þessum flokki og beygja sig undir vilja einhvers "meirihluta" innan félagsins sem ekkert veit í sinn haus.
Mér hefur verið boðið að ganga í þetta félag. Og ég hef hafnað því. Því ef ég er á ósammála hugmyndum þess á ég ekki erindi í það og ef þar rúmast "mörg sjónarmið" er einfaldlega um að ræða saumaklúbb í yfirstærð, ekki stjórnmálahreyfingu.
Michael Moore og siðferði.
Repúblikanar reyna af öllum mætti að sýna fram á það að Michael Moore sé aðeins að þessu veseni fyrir sjálfan sig, til að græða og vekja á sér athygli.
Ef svo er, er það ekki bara ágætt hjá honum?
Ég hef nú séð Fahrenheit 9/11 tvisvar. Þessi mynd er ágætlega gerð, en því miður er hún full af heilagri vandlætingu. Hvað með það þótt þessir menn (Bush, Cheney, Rumsfeld, Wolfowitz, Powell, Ashcroft, Perle etc.) geri þessa hluti? Það sem er (að mínu mati) slæmt við þá er ekki það sem þeir gera, heldur það að þeir gera það í nafni kristni ("æðra valds"), ekki sjálfra sín.
Það ætti að lofa þá fyrir að vera snjallir við að nota aðstæður og annað fólk til að ná markmiðum sínum.
Það ætti að fordæma þá fyrir að vera ekki að þessu að öllu leyti fyrir sjálfa sig, heldur einnig "guð".
|
Repúblikanar reyna af öllum mætti að sýna fram á það að Michael Moore sé aðeins að þessu veseni fyrir sjálfan sig, til að græða og vekja á sér athygli.
Ef svo er, er það ekki bara ágætt hjá honum?
Ég hef nú séð Fahrenheit 9/11 tvisvar. Þessi mynd er ágætlega gerð, en því miður er hún full af heilagri vandlætingu. Hvað með það þótt þessir menn (Bush, Cheney, Rumsfeld, Wolfowitz, Powell, Ashcroft, Perle etc.) geri þessa hluti? Það sem er (að mínu mati) slæmt við þá er ekki það sem þeir gera, heldur það að þeir gera það í nafni kristni ("æðra valds"), ekki sjálfra sín.
Það ætti að lofa þá fyrir að vera snjallir við að nota aðstæður og annað fólk til að ná markmiðum sínum.
Það ætti að fordæma þá fyrir að vera ekki að þessu að öllu leyti fyrir sjálfa sig, heldur einnig "guð".
Hérmeð vaknar þetta blogg.
(Vegna ósvífnisathugasemda hér fyrir neðan skipti ég næstum um skoðun.)
|
(Vegna ósvífnisathugasemda hér fyrir neðan skipti ég næstum um skoðun.)