mánudagur, september 27, 2004

Kommúnismi - alkóhólismi?

Einu sinni hafði ég skoðanir sem falla undir það að vera kommúnismi. Það var ekki mjög langur tími, en þó nokkur.

Fyrrum alkar verða gjarnan pirraðir þegar þeir eru nálægt ölvuðum.

Ég er í tíma í vinnurétti (sem fjallar um verkföll, vinnudeilur og kjarasamninga) og ég er svo sannarlega pirraður á efninu!

|

föstudagur, september 17, 2004

Af dómasafnasnuðri

Ég hef verið að leita að sniðugum dómi til að reifa hér á blogginu. Hér með tilkynnist að það verður tilbúið á morgun eða hinn.

Vonandi... (hmmm)

|

fimmtudagur, september 16, 2004

Hef ég samvisku, eða hvað?

Á morgun verður haldinn kokteill á vegum Orators, félags laganema. Það væri ekki í frásögur færandi (enda eru flestir laganemar fyllibyttur) nema fyrir það að hann er haldinn af Landsvirkjun.

Nú hef ég sosum ekkert á móti Landsvirkjun í sjálfu sér, en ég held að mér muni ekki líða vel að drekka áfengi á kostnað fyrirtækis sem er í eigu hins opinbera, er rekið með tapi og skuldar u.þ.b. 100 milljarða ískr.

Ég tel að slíkt fyrirtæki ætti heldur að reyna að greiða sínar skuldir en að eyða tíma og peningum í að hella laganema fulla.

Því ætla ég að vera leiðinlegur og húka heima.


|

þriðjudagur, september 07, 2004

Sjokk!

Kennari: “Við val á vanefndaúrræði er hægt að búast við að menn sýni ákveðna...”

Úlfur (hugsar): “...fyrirlitningu...fyrirlitningu...”

Kennari: “...tillitssemi...”

Úlfur (hugsar): “!!!!”


|

mánudagur, september 06, 2004

Um annars manns fje og hversu skal með fara

“Menn fara mun betur með eigin peninga en peninga annarra” er algengt að heyra úr munni frjálshyggjumanna, og því er þá yfirleitt beint gegn ríkisrekstri.

Ef einhver fer illa með peningana mína reyni ég að heimta þá aftur. A.m.k. læt ég þann hinn sama ekki komast upp með það þrautalaust.

Ef ég fel manni að ávaxta fé og hann tapar þeim, mun ég reyna allar löglegar leiðir til að láta manninn bæta mér skaðann. Ef það tekst ekki... tjah, ef ég væri ekki vandaður einstaklingur...

Nóg um það.

Nú borga Íslendingar miklar fjárhæðir í skatt. Og af hverju láta þeir þá menn ekki finna fyrir því, sem fara illa með peningana þeirra? Af hverju er ekkert gert í því þegar gríðarlegum fjármunum úr vösum skattborgaranna er varið í einhverja vitleysu? Af hverju eru þeir svona miklir aumingjar? Af hverju hefur æstur múgur ekki brennt hús Sturlu Böðvarssonar og Guðna Ágústssonar?

Vegna þess að mönnum er leyft að fara verr með peninga annarra en sína eigin. Það er engin regla, heldur staðbundinn, tímabundinn aumingjaskapur.

Menn haga sér skikkanlega ef þeir hafa Damóklesarsverð yfir sér. Ef menn eiga á hættu að skaðast sjálfir, hvort sem er fjárhagslega eða hnéskeljalega, er vandamálið úr sögunni.

Og þá vaknar spurningin: Er ekki kominn tími til að breyta fyrirkomulagi á ráðherraábyrgð?

|

föstudagur, september 03, 2004

Í einkar upplífgandi tíma í samningarétti:

(Eilítið stílfært af mér, en nokkuð nákvæmt samt sem áður):

“Bókin eftir Pál Sigurðsson sem þið eigið að kaupa er komin í bóksöluna. Hún er úrelt rugl frá axlapúðatímabilinu sem er ekki í neinu samhengi við gildandi rétt og þið þurfið að skipta um eftir aðeins eitt ár, en þið eigið samt að kaupa hana á ca. 5000 kr. Hálfvitar.”

Grrrrr...

|
Úff, ég er vitlaus.

vegna þess að ég er hræddur um að ég sé að fá ígerð í sár á fingri
vegna þess að á venjulegu lyklaborði eru fleiri bakteríur en á klósettsetu
og hvar er ég með fingurinn?

|
Nú er háskólinn byrjaður aftur, og nám mitt í skaðabótarétt, samningarétti og stjórnsýslurétti hinum minni er byrjað.
Megi 2. árið verða skemmtilegra en hið fyrsta!

Ég hef sérstakan áhuga á skaðabótarétti. Hinir reifuðu dómar eru þó misskemmtilegir:

Dæmi um leiðindamál (tilbúið):
Fimm ára gömul telpa, E, stakk hendi í stóra hakkavél í eigu M. M talinn bótaskyldur vegna ófullnægjandi öryggisbúnaðar, en E látin bera 1/4 tjónsins sjálf vegna gáleysis.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?