laugardagur, maí 28, 2005
Júridísk hugdetta...
Nú geri ég ráð fyrir að einhverjir aðrir laganemar lesi þetta blogg mitt.
Getið þið frætt mig um það hvaða réttarheimildir lögreglan í Reykjavík styðst við þegar þeir taka aðeins Reykvíkinga fyrir að keyra á nagladekkjum, en ekki sveitadurgana?
Ég hef heyrt þessar ástæður sem þeir gefa upp fyrir þessu, en stenst þetta lögfræðilega?
Er þetta ekki einmitt ágætis dæmi um brot á jafnræðisreglunni, eða mismunun á grundvelli búsetu? Eða er það bara þannig þegar það er durgunum í óhag?
Spyr sá sem ekki veit.
|
Nú geri ég ráð fyrir að einhverjir aðrir laganemar lesi þetta blogg mitt.
Getið þið frætt mig um það hvaða réttarheimildir lögreglan í Reykjavík styðst við þegar þeir taka aðeins Reykvíkinga fyrir að keyra á nagladekkjum, en ekki sveitadurgana?
Ég hef heyrt þessar ástæður sem þeir gefa upp fyrir þessu, en stenst þetta lögfræðilega?
Er þetta ekki einmitt ágætis dæmi um brot á jafnræðisreglunni, eða mismunun á grundvelli búsetu? Eða er það bara þannig þegar það er durgunum í óhag?
Spyr sá sem ekki veit.
föstudagur, maí 27, 2005
Lesið á milli klámsagnanna
Sexúalítet er sérhverri manneskju mikilvægt. Það er snar þáttur af persónu hvers og eins, og án þess má með sanni segja að einstaklingur sé aðeins skuggi af sjálfum sér.
En.
Flæði líkamsvessa á það til að verða svolítið þreytandi til lengdar á prenti.
Anarkískir rithöfundar, og þá á ég ekki við þá sem eru sósíalískir eins og Kropotkin eða Goldman (Ég set Sade í þennan flokk líka, þótt það sé vissulega anakrónismi), virðast margir hverjir helteknir af þessum hluta einstaklingseðlisins. Ég er ekki að tala um t.d. Stirner, Herbert Spencer eða Benjamin Tucker í þessu samhengi, heldur frekar um Octave Mirbeau, Georges Bataille eða I.L. Ducasse.
Hvað varðar andstyggilegheit, stenst Maldoror eftir Ducasse samanburð við 120 daga í Sódómu eftir Sade. Bataille er sér á parti; súrrealískur og skemmtilegur, en jafnframt hræðilegur öfuguggi. Pyndingagarðurinn eftir Mirbeau er einnig að sumu leyti svipaður Sade, en í örlítið knappari stíl og með færri endurtekningum.
Og maður veltir því fyrir sér hvað er eftir?
Jú. Þá verður maður að koma með klisjuna sem lítur alltaf út eins og eins konar afsökun fyrir að hafa keypt sér klámbókmenntir: “Það er fullt af góðum köflum á milli”.
Ef um væri að ræða Playboy, væri slík “afsökun” beinlínis hlægileg, enda kaupir ENGINN það til að lesa greinarnar. En hvað rit þessara manna varðar ER “fullt af góðum köflum á milli”.
Og þeir hugsuðu ekki bara með ....... .
|
Sexúalítet er sérhverri manneskju mikilvægt. Það er snar þáttur af persónu hvers og eins, og án þess má með sanni segja að einstaklingur sé aðeins skuggi af sjálfum sér.
En.
Flæði líkamsvessa á það til að verða svolítið þreytandi til lengdar á prenti.
Anarkískir rithöfundar, og þá á ég ekki við þá sem eru sósíalískir eins og Kropotkin eða Goldman (Ég set Sade í þennan flokk líka, þótt það sé vissulega anakrónismi), virðast margir hverjir helteknir af þessum hluta einstaklingseðlisins. Ég er ekki að tala um t.d. Stirner, Herbert Spencer eða Benjamin Tucker í þessu samhengi, heldur frekar um Octave Mirbeau, Georges Bataille eða I.L. Ducasse.
Hvað varðar andstyggilegheit, stenst Maldoror eftir Ducasse samanburð við 120 daga í Sódómu eftir Sade. Bataille er sér á parti; súrrealískur og skemmtilegur, en jafnframt hræðilegur öfuguggi. Pyndingagarðurinn eftir Mirbeau er einnig að sumu leyti svipaður Sade, en í örlítið knappari stíl og með færri endurtekningum.
Og maður veltir því fyrir sér hvað er eftir?
Jú. Þá verður maður að koma með klisjuna sem lítur alltaf út eins og eins konar afsökun fyrir að hafa keypt sér klámbókmenntir: “Það er fullt af góðum köflum á milli”.
Ef um væri að ræða Playboy, væri slík “afsökun” beinlínis hlægileg, enda kaupir ENGINN það til að lesa greinarnar. En hvað rit þessara manna varðar ER “fullt af góðum köflum á milli”.
Og þeir hugsuðu ekki bara með ....... .
miðvikudagur, maí 25, 2005
Persónulegt hjálparkall
Ef einhver lesandi veit um eitthvað það mikilmenni andans sem unnið hefur á fasteignasölu, má sá hinn sami láta mig vita. Ég þarf að fá einhvers konar stuðning þess sem ég er að reyna að telja sjálfum mér trú um:
Að slíkt umhverfi sé ekki niðurdrepandi og óheilsusamlegt fólki með hugmyndaflug.
|
Ef einhver lesandi veit um eitthvað það mikilmenni andans sem unnið hefur á fasteignasölu, má sá hinn sami láta mig vita. Ég þarf að fá einhvers konar stuðning þess sem ég er að reyna að telja sjálfum mér trú um:
Að slíkt umhverfi sé ekki niðurdrepandi og óheilsusamlegt fólki með hugmyndaflug.
laugardagur, maí 07, 2005
Um undur lýðræðisins
Þann 14. júní 1931 rauf Tryggvi Þórhallson, forsætisráðherra Íslands, þing til að komist yrði hjá því að samþykkt yrði vantraust á hann. Eftir það skapaðist hálfgert byltingarástand á Íslandi; Umsátur var um ráðherrabústaðinn, og hróp voru gerð að þeim þingmönnum Framsóknarflokksins sem létu sjá sig á götum höfuðstaðarins.
Mánuði síðar, 15. júlí 1931 voru haldnar Alþingiskosningar á landinu öllu. Þær kosningar fóru svo að Framsóknarflokkurinn fékk 35% atkvæða og 23 af 42 þingsætum (hreinan meirihluta) á Alþingi.
Afleiðingar þessa var stjórnarkreppa, flokkurinn liðaðist næstum í sundur, fjárlögum var ekki hleypt gegnum þinglega meðferð, og ári síðar var mynduð samsteypustjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna.
Árið 2005 eru haldnar þingkosningar í Stóra-Bretlandi. Í þeim fær einn flokkur u.þ.b. 35% atkvæða og mun stærri meirihluta í House of Commons en framsóknarflokkurinn náði á Alþingi 1931.
Eitt er það þegar fífl sitja að völdum og ráða yfir öllum með merkingarlausu umboði naums meirihluta kjósenda. Þegar hins vegar aðeins rúmlega þriðjungur... ég þarf ekki að klára þessa setningu...
Hugvekja
Með því að rekja þessi tvö dæmi um lýðræði í framkvæmd vildi ég koma á framfæri þeirri skoðun minni að með lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi sé verið að segja manni lélegan brandara; hrint er í framkvæmd ófullkomnu millibilsástandi milli einveldis og stjórnleysis sem í felst gríðarleg kúgun á einstaklingnum, sambærileg við verstu dæmi mannkynssögunnar um einveldi, nema hræsnin og yfirdrepsskapurinn er meiri.
Pólitísk korrektheit, skortur á hreinskilni, ósamræmi milli röksemda og raunverulegra ástæðna, sú idíótíska hugmynd að hægt sé og æskilegt að steypa alla í sama mót hugarfarslega, aumingjadýrkun og snobb niðurávið. Allt þetta eru einkenni nútímans.
Og manni verður því miður ljóst að kommúnisminn varð ekki undir eins og maður hélt og vonaði, heldur gerði hann sér lítið fyrir og SIGRAÐI, án þess að við tækjum eftir því eða veittum honum viðnám.
(Úlfur andar)
|
Þann 14. júní 1931 rauf Tryggvi Þórhallson, forsætisráðherra Íslands, þing til að komist yrði hjá því að samþykkt yrði vantraust á hann. Eftir það skapaðist hálfgert byltingarástand á Íslandi; Umsátur var um ráðherrabústaðinn, og hróp voru gerð að þeim þingmönnum Framsóknarflokksins sem létu sjá sig á götum höfuðstaðarins.
Mánuði síðar, 15. júlí 1931 voru haldnar Alþingiskosningar á landinu öllu. Þær kosningar fóru svo að Framsóknarflokkurinn fékk 35% atkvæða og 23 af 42 þingsætum (hreinan meirihluta) á Alþingi.
Afleiðingar þessa var stjórnarkreppa, flokkurinn liðaðist næstum í sundur, fjárlögum var ekki hleypt gegnum þinglega meðferð, og ári síðar var mynduð samsteypustjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna.
Árið 2005 eru haldnar þingkosningar í Stóra-Bretlandi. Í þeim fær einn flokkur u.þ.b. 35% atkvæða og mun stærri meirihluta í House of Commons en framsóknarflokkurinn náði á Alþingi 1931.
Eitt er það þegar fífl sitja að völdum og ráða yfir öllum með merkingarlausu umboði naums meirihluta kjósenda. Þegar hins vegar aðeins rúmlega þriðjungur... ég þarf ekki að klára þessa setningu...
Hugvekja
Með því að rekja þessi tvö dæmi um lýðræði í framkvæmd vildi ég koma á framfæri þeirri skoðun minni að með lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi sé verið að segja manni lélegan brandara; hrint er í framkvæmd ófullkomnu millibilsástandi milli einveldis og stjórnleysis sem í felst gríðarleg kúgun á einstaklingnum, sambærileg við verstu dæmi mannkynssögunnar um einveldi, nema hræsnin og yfirdrepsskapurinn er meiri.
Pólitísk korrektheit, skortur á hreinskilni, ósamræmi milli röksemda og raunverulegra ástæðna, sú idíótíska hugmynd að hægt sé og æskilegt að steypa alla í sama mót hugarfarslega, aumingjadýrkun og snobb niðurávið. Allt þetta eru einkenni nútímans.
Og manni verður því miður ljóst að kommúnisminn varð ekki undir eins og maður hélt og vonaði, heldur gerði hann sér lítið fyrir og SIGRAÐI, án þess að við tækjum eftir því eða veittum honum viðnám.
(Úlfur andar)
mánudagur, maí 02, 2005
Kaldlyndi samkenndarinnar og græðgi örlætisins.
Ef maður spyr manneskju sem gefur í hjálparstarf hinnar stóru spurningar, “af hverju” fær maður yfirleitt loðin, teygð, vanhugsuð og stöðluð svör.
Fyrst fær maður að sjálfsögðu svarið: “Til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín.”
En það er útúrsnúningur.
Spurningin er: “Hvers vegna gefur ÞÚ peninga í hjálparstarf?”, ekki “til hvers er hjálparstarf?”
Þegar maður hefur útskýrt þetta nánar fyrir viðkomandi, eru svörin aftur keimlík.
Ef viðkomandi er trúaður/trúuð, ber svarið þess einatt merki.
Hins vegar kemur það fyrir að fólk svarar hreinskilnislega, og þá á þá leið að því líði betur í kjölfarið.
Og þetta er kjarni málsins. Fjárhagslegur stuðningur við hjálparstarf, sama af hvaða toga það er, er alltaf á þeim grundvelli að um sé að ræða “Quid pro quo”. Svo mikið fyrir góðmennskuna!
Ef viðkomandi gerir þetta af trúarlegum ástæðum er það óhjákvæmilega “þénusta fyrir væntanlegan beina” eins og öll hlýðni við hið æðra máttarvald. Menn ætla sér að fá eitthvað í staðinn, þótt síðar verði.
Ef viðkomandi er að gera þetta – hreinskilnislega – til þess að friða samviskuna, er það í rauninni að kaupa sér þjónustu. Sem er engin góðmennska, og jafnast í sjálfu sér á við það þegar egósentrískt, megalómanískt “illmenni” kastar smápeningum í fátækling með fyrirlitningarglotti. Það er í sjálfu sér sami hluturinn. Menn eru að þessu fyrir sjálfa sig.
Sú spurning vaknar í kjölfarið hvort það skipti máli; nægir ekki það að maður hugsi hlýlega til viðtakanda hjálparinnar til þess að um góðverk sé að ræða?
Þessar hugsanir eru því miður sprottnar af öðru. Ýmist hlýðni eða hræðslu við “guð” eða sektarkennd sem orsakast af því að maður hefur það býsna gott. Eða von um eitthvað annað. Frá viðtakandanum, jafnvel.
Niðurstaðan er semsagt sú að gjafmildi á ekkert skylt við góðmennsku, og samkennd er ekki sjálfstæð tilfinning, heldur er hún afleiðing og birtingarmynd annarra tilfinninga, sem almennt þykja ekki eins lofsverðar.
Gjafir til manneskju sem maður elskar eru t.d. að mínu mati lágkúrulegra fyrirbæri en margur heldur við fyrstu sýn. Hjá flestum er það sem betur fer ómeðvitað, en það breytir ekki eðli fyrirbærisins sem “quid pro quo” gernings.
Hræðilegt að segja þetta.
|
Ef maður spyr manneskju sem gefur í hjálparstarf hinnar stóru spurningar, “af hverju” fær maður yfirleitt loðin, teygð, vanhugsuð og stöðluð svör.
Fyrst fær maður að sjálfsögðu svarið: “Til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín.”
En það er útúrsnúningur.
Spurningin er: “Hvers vegna gefur ÞÚ peninga í hjálparstarf?”, ekki “til hvers er hjálparstarf?”
Þegar maður hefur útskýrt þetta nánar fyrir viðkomandi, eru svörin aftur keimlík.
Ef viðkomandi er trúaður/trúuð, ber svarið þess einatt merki.
Hins vegar kemur það fyrir að fólk svarar hreinskilnislega, og þá á þá leið að því líði betur í kjölfarið.
Og þetta er kjarni málsins. Fjárhagslegur stuðningur við hjálparstarf, sama af hvaða toga það er, er alltaf á þeim grundvelli að um sé að ræða “Quid pro quo”. Svo mikið fyrir góðmennskuna!
Ef viðkomandi gerir þetta af trúarlegum ástæðum er það óhjákvæmilega “þénusta fyrir væntanlegan beina” eins og öll hlýðni við hið æðra máttarvald. Menn ætla sér að fá eitthvað í staðinn, þótt síðar verði.
Ef viðkomandi er að gera þetta – hreinskilnislega – til þess að friða samviskuna, er það í rauninni að kaupa sér þjónustu. Sem er engin góðmennska, og jafnast í sjálfu sér á við það þegar egósentrískt, megalómanískt “illmenni” kastar smápeningum í fátækling með fyrirlitningarglotti. Það er í sjálfu sér sami hluturinn. Menn eru að þessu fyrir sjálfa sig.
Sú spurning vaknar í kjölfarið hvort það skipti máli; nægir ekki það að maður hugsi hlýlega til viðtakanda hjálparinnar til þess að um góðverk sé að ræða?
Þessar hugsanir eru því miður sprottnar af öðru. Ýmist hlýðni eða hræðslu við “guð” eða sektarkennd sem orsakast af því að maður hefur það býsna gott. Eða von um eitthvað annað. Frá viðtakandanum, jafnvel.
Niðurstaðan er semsagt sú að gjafmildi á ekkert skylt við góðmennsku, og samkennd er ekki sjálfstæð tilfinning, heldur er hún afleiðing og birtingarmynd annarra tilfinninga, sem almennt þykja ekki eins lofsverðar.
Gjafir til manneskju sem maður elskar eru t.d. að mínu mati lágkúrulegra fyrirbæri en margur heldur við fyrstu sýn. Hjá flestum er það sem betur fer ómeðvitað, en það breytir ekki eðli fyrirbærisins sem “quid pro quo” gernings.
Hræðilegt að segja þetta.