mánudagur, júlí 25, 2005
Stutt hugleiðing um verðmæti og borgarskipulag.
Þegar maður lítur heildstætt á borgarskipulag í Reykjavík kemst maður undantekningarlaust í vont skap, enda er um að ræða dæmi um einstaklega slæma nýtingu á plássi.
Þriðja flokks stjórnmálamenn vildu ekki viðurkenna þéttbýlið, og grófu hausinn á sér niður í mykjuhaug barnalegrar sveitarómantíkur. Úr urðu þessar gríðarmiklu vegalengdir og grænu tún sem eru milli húsa borgarinnar.
Leiðin sem farin varbýður upp á klúður. Lóðirnar voru ekki seldar og stjórnmálamenn og skrifstofublækur voru með puttana í öllu frá upphafi til enda.
Einna skrýtnast er að enn eimir af þeim hugsunarhætti að líta ekki á lóðir sem verðmæti heldur einhvers konar réttindi.
Þetta er ágætis dæmi um það þegar hið opinbera er með reglugerðafargan og menn geta ekki varið sig fyrir hinu opinbera.
Þegar menn þurfa að greiða milljónir fyrir lóðir, eignast þær og eru sem mest í friði fyrir skrifstofu-slettirekum hins opinbera, nýta þeir það sem þeir hafa eins og mögulegt er.
Alltaf er jafnfyndið að sjá það að þeir sem kalla sig hægrimenn taka flestir ekki eftir þessu. Þegar mest er kvartað yfir lóðaverðinu og litlu lóðaframboði spyr maður sig hvort þetta fólk hafi ekki áttað sig á því að um er að ræða verðmæti.
Mikil verðmæti.
Og alltaf prédika þeir vinstri-leiðina, sem sjálfstæðismenn hafa viðhaldið áratugum saman. Sveit í borg og fimm ára áætlanir.
Sveiattan.
|
Þegar maður lítur heildstætt á borgarskipulag í Reykjavík kemst maður undantekningarlaust í vont skap, enda er um að ræða dæmi um einstaklega slæma nýtingu á plássi.
Þriðja flokks stjórnmálamenn vildu ekki viðurkenna þéttbýlið, og grófu hausinn á sér niður í mykjuhaug barnalegrar sveitarómantíkur. Úr urðu þessar gríðarmiklu vegalengdir og grænu tún sem eru milli húsa borgarinnar.
Leiðin sem farin varbýður upp á klúður. Lóðirnar voru ekki seldar og stjórnmálamenn og skrifstofublækur voru með puttana í öllu frá upphafi til enda.
Einna skrýtnast er að enn eimir af þeim hugsunarhætti að líta ekki á lóðir sem verðmæti heldur einhvers konar réttindi.
Þetta er ágætis dæmi um það þegar hið opinbera er með reglugerðafargan og menn geta ekki varið sig fyrir hinu opinbera.
Þegar menn þurfa að greiða milljónir fyrir lóðir, eignast þær og eru sem mest í friði fyrir skrifstofu-slettirekum hins opinbera, nýta þeir það sem þeir hafa eins og mögulegt er.
Alltaf er jafnfyndið að sjá það að þeir sem kalla sig hægrimenn taka flestir ekki eftir þessu. Þegar mest er kvartað yfir lóðaverðinu og litlu lóðaframboði spyr maður sig hvort þetta fólk hafi ekki áttað sig á því að um er að ræða verðmæti.
Mikil verðmæti.
Og alltaf prédika þeir vinstri-leiðina, sem sjálfstæðismenn hafa viðhaldið áratugum saman. Sveit í borg og fimm ára áætlanir.
Sveiattan.
föstudagur, júlí 22, 2005
Hryðjuverk og grundvöllur ríkisvalds. Skýring anarkó-indivídúalista.
Margt hefur verið sagt um þá þætti utanríkis- og innanríkisstefnu stórveldanna sem taldir eru valda titringi og spennu, og ég ætla ekki að bæta neinu við það hér, fyrir utan það að benda á að yfirleitt er um að ræða þætti sem koma utanríkis- og varnarmálum við.
1. almennt um verndarhlutverk ríkisins og skattheimtu
Þegar menn velta fyrir sér rökunum fyrir skattheimtu, (og þá á ég við hin sögulegu rök, ekki einhvern pollýönnu-velferðarútúrsnúning) kemur í ljós að í raun er um að ræða gjald fyrir “vernd”.
Þótt flestir kannist einkum við þetta úr kvikmyndum sem “mafíuaðferðir” er það einu sinni svo að fyrirbærið “mafía” verður til við þær aðstæður að viðkomandi ríkisvald er of þunglamalegt og veikburða til þess að geta verndað borgara sína.
Og nú, þegar “hryðjuverkaógnin” steðjar að, eins og við vorum óþægilega minnt á í gær, vakna ákveðnar spurningar í þessu sambandi. Menn bjuggust við því að hryðjuverkaárás yrði gerð fyrr eða síðar, og samt sem áður var ekki hægt að koma í veg fyrir ósköpin í London.
Það eitt stendur eftir, þegar tæplega 4 ár eru liðin frá upphafi “stríðsins gegn hryðjuverkum”, að það er nákvæmlega sama hvað pólitíkusar segja, hvaða hlutum frelsisins kastað er út um gluggann og hvaða lönd er ráðist á, alltaf hafa hryðjuverkamennirnir vinninginn, þar sem þeir eru hreyfanlegir og illfinnanlegir, en ríkisvaldið ekki.
Ríkisvaldið getur einfaldlega ekki verndað borgarana án þess að gera tilveru þeirra með öllu óþolandi.
2. Um tilgang utanríkisþjónustu yfir höfuð.
Um hlutverk utanríkisráðuneytis Íslands er fjallað í 14. gr. reglugerðar um Stjórnarráð Íslands nr. 96/1969.
Í þeirri upptalningu kennir ýmissa grasa, og í stystu máli má segja að það sem ekki er óþarft af því ætti alls ekki að vera hlutverk ríkisins.
Þegar samskipti milli landa eru orðin eins auðveld og raun ber vitni er þetta beinlínis glórulaust.
3. Orsök patríotisma og lýðskrums.
Það sem stjórnmálamennirnir gera þegar þeir standa frammi fyrir þessu er það að reyna að fylkja fólkinu á bak við sig. Og það finnst mér mjög skiljanlegt. Þeir berjast fyrir lífi sínu með hávaða og látum í þeirri veiku von að menn sjái ekki að öll þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir eru til komin vegna hegðunar þeirra í umboði okkar.
Svo að ég útskýri þetta nánar, getur þeirra batterí, ríkið, ekki uppfyllt meginskyldur sínar lengur, þær að vernda borgara sína. Þar með vaknar sú óþægilega spurning hvort ríkisvald eigi yfir höfuð rétt á sér.
Flest ríki eru ennþá með brennivínsþambara (=sendiherra) í þjónustu sinni úti í löndum, sem taka enn minni þátt en áður í viðskiptum fyrirtækja við erlenda aðila. Þeir eru yfir höfuð óþarfir. Auk þess væri eðlilegra að vörusýningar og kokkteilboð væru á kostnað þeirra sem sækjast eftir viðskiptunum, en ekki á kostnað minn sem skattgreiðanda.
4. Samantekt.
Ríkisvaldið er ekki hæft til að sjá um varnarmál nema að því leyti sem það snýr að öðrum ríkjum, þ.e. ríkisvaldi þeirra.
Ríkisvaldið er ekki hæft til að sjá um viðskipti fyrir hönd annarra en sjálfs sín.
Þær aðgerðir sem reitt hafa öfgafulla múslíma til reiði undanfarin án eiga það sammerkt að vestrænir pólitíkusar hafa verið með puttana í hlutum sem þeir ráða ekki við.
Pólitíkusarnir blekkja fólk til að taka afstöðu með sér, til að ausa skattfé í fyrirfram tapaða baráttu og veita þeim aukið vald, vald sem þeir vita ekkert hvað þeir eiga við að gera.
Stjórnmálamenn eru stétt sem þekkir ekki sín takmörk og þyrfti að útrýma.
|
Margt hefur verið sagt um þá þætti utanríkis- og innanríkisstefnu stórveldanna sem taldir eru valda titringi og spennu, og ég ætla ekki að bæta neinu við það hér, fyrir utan það að benda á að yfirleitt er um að ræða þætti sem koma utanríkis- og varnarmálum við.
1. almennt um verndarhlutverk ríkisins og skattheimtu
Þegar menn velta fyrir sér rökunum fyrir skattheimtu, (og þá á ég við hin sögulegu rök, ekki einhvern pollýönnu-velferðarútúrsnúning) kemur í ljós að í raun er um að ræða gjald fyrir “vernd”.
Þótt flestir kannist einkum við þetta úr kvikmyndum sem “mafíuaðferðir” er það einu sinni svo að fyrirbærið “mafía” verður til við þær aðstæður að viðkomandi ríkisvald er of þunglamalegt og veikburða til þess að geta verndað borgara sína.
Og nú, þegar “hryðjuverkaógnin” steðjar að, eins og við vorum óþægilega minnt á í gær, vakna ákveðnar spurningar í þessu sambandi. Menn bjuggust við því að hryðjuverkaárás yrði gerð fyrr eða síðar, og samt sem áður var ekki hægt að koma í veg fyrir ósköpin í London.
Það eitt stendur eftir, þegar tæplega 4 ár eru liðin frá upphafi “stríðsins gegn hryðjuverkum”, að það er nákvæmlega sama hvað pólitíkusar segja, hvaða hlutum frelsisins kastað er út um gluggann og hvaða lönd er ráðist á, alltaf hafa hryðjuverkamennirnir vinninginn, þar sem þeir eru hreyfanlegir og illfinnanlegir, en ríkisvaldið ekki.
Ríkisvaldið getur einfaldlega ekki verndað borgarana án þess að gera tilveru þeirra með öllu óþolandi.
2. Um tilgang utanríkisþjónustu yfir höfuð.
Um hlutverk utanríkisráðuneytis Íslands er fjallað í 14. gr. reglugerðar um Stjórnarráð Íslands nr. 96/1969.
Í þeirri upptalningu kennir ýmissa grasa, og í stystu máli má segja að það sem ekki er óþarft af því ætti alls ekki að vera hlutverk ríkisins.
Þegar samskipti milli landa eru orðin eins auðveld og raun ber vitni er þetta beinlínis glórulaust.
3. Orsök patríotisma og lýðskrums.
Það sem stjórnmálamennirnir gera þegar þeir standa frammi fyrir þessu er það að reyna að fylkja fólkinu á bak við sig. Og það finnst mér mjög skiljanlegt. Þeir berjast fyrir lífi sínu með hávaða og látum í þeirri veiku von að menn sjái ekki að öll þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir eru til komin vegna hegðunar þeirra í umboði okkar.
Svo að ég útskýri þetta nánar, getur þeirra batterí, ríkið, ekki uppfyllt meginskyldur sínar lengur, þær að vernda borgara sína. Þar með vaknar sú óþægilega spurning hvort ríkisvald eigi yfir höfuð rétt á sér.
Flest ríki eru ennþá með brennivínsþambara (=sendiherra) í þjónustu sinni úti í löndum, sem taka enn minni þátt en áður í viðskiptum fyrirtækja við erlenda aðila. Þeir eru yfir höfuð óþarfir. Auk þess væri eðlilegra að vörusýningar og kokkteilboð væru á kostnað þeirra sem sækjast eftir viðskiptunum, en ekki á kostnað minn sem skattgreiðanda.
4. Samantekt.
Ríkisvaldið er ekki hæft til að sjá um varnarmál nema að því leyti sem það snýr að öðrum ríkjum, þ.e. ríkisvaldi þeirra.
Ríkisvaldið er ekki hæft til að sjá um viðskipti fyrir hönd annarra en sjálfs sín.
Þær aðgerðir sem reitt hafa öfgafulla múslíma til reiði undanfarin án eiga það sammerkt að vestrænir pólitíkusar hafa verið með puttana í hlutum sem þeir ráða ekki við.
Pólitíkusarnir blekkja fólk til að taka afstöðu með sér, til að ausa skattfé í fyrirfram tapaða baráttu og veita þeim aukið vald, vald sem þeir vita ekkert hvað þeir eiga við að gera.
Stjórnmálamenn eru stétt sem þekkir ekki sín takmörk og þyrfti að útrýma.
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Stutt hugleiðing að loknum hektískum morgni í vinnunni:
Allir þurfa að búa einhversstaðar.
Líka hálfvitar.
|
Allir þurfa að búa einhversstaðar.
Líka hálfvitar.
mánudagur, júlí 11, 2005
Tilkynningarskylda
Ég er ekki dauður. Né heldur hef ég lesið svo mikið af konsentreraðri illmennsku að ég hafi komist í katatónískan trans, úr hverjum ég mundi vakna eftir 666 daga, láta eins og dýrið í opinberunarbókinni og segja böö við fólk sem á sér einskis ills von.
Ég er bara þögull þessa dagana.
|
Ég er ekki dauður. Né heldur hef ég lesið svo mikið af konsentreraðri illmennsku að ég hafi komist í katatónískan trans, úr hverjum ég mundi vakna eftir 666 daga, láta eins og dýrið í opinberunarbókinni og segja böö við fólk sem á sér einskis ills von.
Ég er bara þögull þessa dagana.