þriðjudagur, ágúst 30, 2005
De Justitia.
Ég er þeirrar skoðunar að “réttlæti” feli alltaf í sér réttlætingu manneskju á athöfnum sínum eða annarra.
Svo að ég skýri nánar hvað ég á við, er réttlæti eitt af þeim fyrirbærum sem menn nota til að komast hjá því að taka ákvarðanir á eigin forsendum.
“A er réttlátt og B er ranglátt” er í rauninni flótti undan persónulegri ákvarðanatöku og til marks um ósjálfstæði í hugsun.
Siðferðilegur rökstuðningur er langoftast því marki brenndur að manninum finnst hann þurfa að vísa í eitthvað annað og meira (t.d. siðferði, réttlæti, lög, samfélag, “guð”) en sig sjálfan.
Fólki finnst slík “röksemdafærsla” nauðsynleg í tilvikum þar sem rök eru í senn tilgangslaus og fráleit.
Hræðslan við að gera hlutina á eigin forsendum er slík að mönnum er stungið í fangelsi, þeir drepnir eða þaggað niður í þeim á þeim forsendum að þeir fara ekki eftir þessum tilbúnu stöðlum, þessum réttlætingum, þessum huglægu skurðgoðum.
Mér er sama um það hvort það er “réttlátt” eða “óréttlátt”. En það er gert, og ekki ætla ég að taka neina almenna afstöðu til þess hvernig mér líkar það. Ég geri hins vegar fastlega ráð fyrir því að ég bregðist harkalega við því ef mínu frelsi eru settar skorður á þennan hátt.
Sérstaklega þar sem rökin fyrir því eru svo fátækleg sem raun ber vitni. Réttlæti er nefnilega trúarlegt fyrirbæri.
Og úr lausu lofti gripið.
|
Ég er þeirrar skoðunar að “réttlæti” feli alltaf í sér réttlætingu manneskju á athöfnum sínum eða annarra.
Svo að ég skýri nánar hvað ég á við, er réttlæti eitt af þeim fyrirbærum sem menn nota til að komast hjá því að taka ákvarðanir á eigin forsendum.
“A er réttlátt og B er ranglátt” er í rauninni flótti undan persónulegri ákvarðanatöku og til marks um ósjálfstæði í hugsun.
Siðferðilegur rökstuðningur er langoftast því marki brenndur að manninum finnst hann þurfa að vísa í eitthvað annað og meira (t.d. siðferði, réttlæti, lög, samfélag, “guð”) en sig sjálfan.
Fólki finnst slík “röksemdafærsla” nauðsynleg í tilvikum þar sem rök eru í senn tilgangslaus og fráleit.
Hræðslan við að gera hlutina á eigin forsendum er slík að mönnum er stungið í fangelsi, þeir drepnir eða þaggað niður í þeim á þeim forsendum að þeir fara ekki eftir þessum tilbúnu stöðlum, þessum réttlætingum, þessum huglægu skurðgoðum.
Mér er sama um það hvort það er “réttlátt” eða “óréttlátt”. En það er gert, og ekki ætla ég að taka neina almenna afstöðu til þess hvernig mér líkar það. Ég geri hins vegar fastlega ráð fyrir því að ég bregðist harkalega við því ef mínu frelsi eru settar skorður á þennan hátt.
Sérstaklega þar sem rökin fyrir því eru svo fátækleg sem raun ber vitni. Réttlæti er nefnilega trúarlegt fyrirbæri.
Og úr lausu lofti gripið.
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Skoðanir mínar í hnotskurn?
Setjum sem svo að ég segði, hýpóthetískt auðvitað, að helst ætti að hengja hinn síðasta pólitíkus í görnum hins síðasta bókstafstrúarmanns.
|
Setjum sem svo að ég segði, hýpóthetískt auðvitað, að helst ætti að hengja hinn síðasta pólitíkus í görnum hins síðasta bókstafstrúarmanns.
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
On the Overall Inferiority of the English Language.
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna það stendur á annarri hverri heimasíðu á netinu sem fjallar um Max Stirner að hann hafi verið vanheill á geði, (e.g. “manifestly insane”).
Þessar síður eru nánast undantekningalaust á ensku.
Ef við lítum á þá ensku þýðingu sem helst er í veltunni, (Cambridge Texts in the History of Political Thought) sér maður að textinn er allur í belg og biðu. Þetta stafar af því að á þýsku og ensku er talsverður munur hvað varðar gerð hugtaka, setningabyggingu og skipulag á röksemdafærslu.
Þýska er að sjálfsögðu mun heppilegra tungumál til að fílósófísera á en enska; þetta hef ég oft og mörgum sinnum sagt áður og held fast við það.
|
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna það stendur á annarri hverri heimasíðu á netinu sem fjallar um Max Stirner að hann hafi verið vanheill á geði, (e.g. “manifestly insane”).
Þessar síður eru nánast undantekningalaust á ensku.
Ef við lítum á þá ensku þýðingu sem helst er í veltunni, (Cambridge Texts in the History of Political Thought) sér maður að textinn er allur í belg og biðu. Þetta stafar af því að á þýsku og ensku er talsverður munur hvað varðar gerð hugtaka, setningabyggingu og skipulag á röksemdafærslu.
Þýska er að sjálfsögðu mun heppilegra tungumál til að fílósófísera á en enska; þetta hef ég oft og mörgum sinnum sagt áður og held fast við það.