föstudagur, júní 23, 2006

“Diss”kleimer

Hér á eftir fer hörð árás á Landsvirkjun. Ef slík umfjöllun er af einhverjum ástæðum móðgandi fyrir lesendur, til dæmis vegna búsetu á Austfjörðum eða annarrar fötlunar, er mælt með við viðkomandi að lesa ekki lengra.


Um skilgreiningar

Ef við myndum nú taka mann, til dæmis forstjóra landsvirkjunar, og hengja skilti um hálsinn á honum sem á stæði “hamstur”, myndi það þá gera forstjórann að hamstri?
Eins er það að setja “hf.” bak við nafn Landsvirkjunar.

Allar framkvæmdir Landsvirkjunar, stórar og smáar, eru opinberar framkvæmdir. Það að um er að ræða félag sem eingöngu er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar gerir Landsvirkjun að opinberu fyrirtæki.

Þegar forstjóri Landsvirkjunar er maður sem einna þekktastur er fyrir slagorðið “báknið burt” kemur það manni óneitanlega spánskt fyrir sjónir þegar fyrirtækið blæs út svo sem raun ber vitni.


Um gæluverkefni í rekstri Landsvirkjunar

Svo ég vitni í heimasíðu Landsvirkjunar (23.6.06):
“Síðastliðin ár hefur Landsvirkjun auglýst eftir samstarfsaðilum undir nafninu „Margar hendur vinna létt verk“ og býður þar fram vinnu sumarvinnuflokka sinna við uppbyggingu á sviði ferðamála og umhverfismála.”
Og aftur: “Árið 2001 gerðist Landsvirkjun bakhjarl Þjóðminjasafns Íslands til þriggja ára[…]”
Og aftur: “Árið 2000 gerði Landsvirkjun samstarfssamning við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri sem felur í sér að Landsvirkjun kostar frágang landsins sem fylgir húsi Gunnars Gunnarssonar.”
Og enn: “Þá studdi fyrirtækið Landsmót UMFÍ á Egilsstöðum 2002 og efndi þar til kynningar á fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum. Margvísleg menningarstarfsemi um land allt hefur hlotið stuðning Landsvirkjunar gegn þátttöku í menningartengdri ferðaþjónustu í stöðvum Landsvirkjunar þar sem boðið er upp á söng og hljóðfæraleik, rímnakveðskap og draugasögur svo fátt eitt sé nefnt. Í samstarfi við Skáksamband Íslands hefur verið efnt til helgarskákmóta í Blöndustöð og í Ljósafossstöð síðastliðin ár sem þótt hafa tekast vel. Landsvirkjun studdi Foreldrasamtök Vímulausrar æsku en verkstjórar sumarvinnuflokka fyrirtækisins munu sækja fræðslu til samtakanna um vímuefnavarnir til þess að geta betur tekist á við slíkan vanda ef upp kæmi. Þá hefur Landsvirkjun stutt Íslensku óperuna í mörg ár og var það í fyrsta sinn bundið í samning árið 2001 en hann felur í sér fjölþætt samstarf, einkum varðandi kynningu.”
Og aftur: “Landsvirkjun kostar að hluta prófessorsstöður við Háskóla Íslands í verkfræði og við Háskóla á Akureyri í jarðhitavísindum. Þá hefur Landsvirkjun verið í fararbroddi fyrirtækja við að styðja Landsbókasafnið í því að opna landsaðgang að alþjóðlegum gagnagrunnum.“


Hlutverk Landsvirkjunar

Hlutverk félagsins er, samkvæmt heimasíðu þess, að “framleiða og afhenda raforku sem uppfyllir þarfir viðskiptavina sinna á sem hagkvæmastan hátt”.
Hlutverk Landsvirkjunar er EKKI að styrkja menningarstarfsemi, ferðamennsku og félagsstarf úti á landi. Ef fyrirtækinu er svona útbært fé ætti það annaðhvort að fara í raforkuframleiðslu eða í verðlækkanir á framleiðslu sinni, ef marka má hlutverk þessa opinbera fyrirtækis.

Ef þetta ætti að standast, þyrfti að breyta hlutverki Landsvirkjunar í eitthvað þessu líkt (auðvitað orðað á óljósari hátt til að forðast gagnrýni):
Hlutverk Landsvirkjunar er að annast skattlagningu fyrir hið opinbera og nota afraksturinn til að ná pólitískum markmiðum og auka útgjöld hins opinbera án þess að það sjáist á fjárlögum. Og framleiða og selja raforku til viðskiptavina sinna þegar félagið má vera að því.

|

föstudagur, júní 09, 2006

Ahaa...

"Yo butt ain't made fo'that!!!"

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?