mánudagur, október 30, 2006

Hrós vikunnar.

“Þú ert bara eins og Dylan Thomas!”

|

miðvikudagur, október 25, 2006

"Endlösung" í skipulagsmálum

Skoðanir mínar á pólitík markast alltaf meira og meira af því að vilja vera í friði fyrir hinu opinbera. Að mega gera það sem maður vill án þess að þurfa alltaf að standa í óþarfa skattgreiðslum, skriffinnsku og veseni við mishæfa, yfirleitt fremur spillta og áhugalitla opinbera starfsmenn.

Ég tek stundum skipulagsmál sem dæmi. Hvað kemur það hinu opinbera við hvað maður byggir á sinni lóð, svo fremi að um sé að ræða mannvirki sem hentar til þeirra nota sem það er ætlað?

Mér sýnist að hið opinbera sé komið út í hreina vitleysu, að vera með puttana í því hversu hátt eða stórt er byggt, og að vera með miðstýrt skipulag á svæði. Skipulagsyfirvöld eru of spillt, of hægfara, of pólitísk og of óhæf til að taka ákvarðanir í málum sem þessum. Það hvort hús er 2 hæða eða 12 hæða kemur þeim nákvæmlega ekkert við.
Ef það er eitthvað sem hið opinbera ætti frekar að passa upp á er það að
a) framkvæmdaraðili eigi lóðina sem hann byggir á (ekki lóðarleiga, hætta þeirri vitleysu), og
b) að trygging sé til staðar vegna greiðslu á þeim skaðabótakröfum sem kunna að verða til staðar af hálfu þriðja manns í kjölfar framkvæmdarinnar. Engin hámarksbótafjárhæð, en ótakmarkaður endurkröfuréttur á tryggingarkaupa.

Með þessari leið gætu tryggingarfélög, sem eru með sérmenntað, þjálfað fólk í vinnu við áhættumat, passað að ekki verði farið út í einhverja vitleysu, og að rétt verði staðið að framkvæmdum. Með þessu væri hægt að spara skattgreiðendum mikla fjármuni.

|
Hmm...

Ég velti því fyrir mér hvort það sé þekkt læknisfræðilegt fyrirbæri að hafa slíkt ofnæmi fyrir kenningum Francis Fukuyama að maður fái hálfgerða klígju þegar minnst er á þær.

|

fimmtudagur, október 19, 2006

Hlekkir

Bætti við 5 hlekkjum hér til hægri, sem ég hef ætlað að gera í langan tíma en ekkert orðið úr.
Njótið vel.

|

þriðjudagur, október 17, 2006

Ég þarf áfallahjálp

Í kaupsamningi hjá mér áðan var maður með heljarmikið yfirvaraskegg.

|

fimmtudagur, október 12, 2006

Hugleiðing um jafnaðarstefnu.

Ef allir eiga að beygja sig undir lægsta samnefnara og berast aðeins með straumnum er verið að fletja mannlega tilveru út og sterilísera hana.
Af þessum orsökum er nútímajafnaðarstefna eitt af þeim fyrirbærum í þessum heimi sem ég legg einna mesta fæð á. Skilningur á fjölbreytileika mannfólksins er grunnur og ófullkominn ef ekki er viðurkennt um leið að fólk er misklárt, misheiðarlegt, mismenntað, misfallegt og misheilbrigt.
Það að telja að allt og allir eigi að vera jafnir er ekkert annað en meðvituð afneitun þess að byggja gildismat sitt á staðreyndum.

|

föstudagur, október 06, 2006

Um litlu þúfuna og þunga hlassið

Á skrifstofu minni hef ég mynd af Churchill.
Þessi mynd er af einhverjum ástæðum þeirrar náttúru að mér finnst sem sá gamli horfi stundum á mig með velþóknun.

Þetta hefur einstaka sinnum reddað fyrir mér deginum.
Sem segir ef til vill meira um mig en myndina.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?