mánudagur, nóvember 27, 2006

Innflytjendur og umburðarlyndi.

Nýverið heyrði ég sögu af því að samkynhneigður Íslendingur hafi verið hrakinn úr vinnu vegna þess að “lifnaðarhættir” hans fóru í taugarnar á vinnufélögum hans, sem voru kaþólikkar af erlendu (austur-evrópsku) bergi brotnir.
Þetta finnst mér einstaklega merkilegt. Þetta minnir mann satt að segja á kvikmyndina Viridiana eftir Buñuel, þar sem betlarar reyna að nauðga konunni sem hefur gefið þeim að borða.

Nei, ég er ekki genginn í frjálslynda flokkinn. Mér finnst þetta bara… einstaklega merkilegt.

|

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Stjórnmála-áttavitinn

Í þessu prófi, sem alltaf er verið að endurbæta, fæ ég hnitin 8.50 (mjög langt til hægri) og -4,31 (fremur frjálslyndur).
Að minnsta kosti þýðir það að ég muni ekki kjósa framsókn.

|

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Prófkjör.. pfeh!

Um leið og ég hneykslast á því að ekki skuli vera til almennilegur hægriflokkur á Íslandi hrósa ég happi yfir því að vera ekki svo mikill minnipokamaður að hafa gerst stjórnmálamaður.

Nema maður helli sér út í þetta. Ég gæti komið með “ferska vinda” inn í íslenska stjórnmálaumræðu.

Að minnsta kosti byði ég upp á áhugaverðari valkost en þessar “fótósjoppuðu” myndir af hugmyndasnauðum naívistum með aulaglott.

Hins vegar er það að vilja meðal annars leggja einhliða niður þjóðkirkjuna og selja eignir hennar, skilja milli fjárlaga landsbyggðar og suðvesturhorns og stöðva alla landbúnaðarstyrki (supply-side kjaftæði), því miður ólíklegt til að njóta mikilla vinsælda þar sem búið er við skrílræði af því tagi sem raun ber vitni.
Því miður.


|

El Rey del Mundo Grandes de Espana

Fyrirbæri sem endist í tvo tíma og hefur eftirbragð sem er milli góðs kaffibolla og góðs súkkulaðis er svo sannarlega eftirsóknarvert.

Svona ber að verðlauna sig eftir erfiðan dag.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?