fimmtudagur, mars 22, 2007

Kvöldganga.

Í gærkvöldi fór ég í göngutúr. Ég stakk umslagi í vasann og gekk Tryggvagötuna þungur á brún. Umslaginu stakk ég svo í póstkassa á húsi nokkru við götuna. Því næst mælti ég sterkum rómi inn um lúguna eitthvað á þá leið að viðtakandinn skyldi helst troða því í ákveðið líkamsop á persónu sinni., helst láréttu.
Til að róa taugarnar fékk ég mér svo glas af púrtvíni áður en ég fór að sofa.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?