mánudagur, nóvember 17, 2008

Síðbúin, eða síðbirt, hugleiðing um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Barry Goldwater hafði rétt fyrir sér. Brjálaða biblíuliðið eyðilagði Repúblikanaflokkinn.

Það er allt í lagi með það þegar fólk hefur svona "alþýðlegt brjóstvit" eins og Sarah Palin, en þegar þeir vitsmunir standa einir, og hina hefðbundnari, "harðari" tegund vitsmuna vantar, er viðkomandi ekki til þess fallinn að gegna embætti á borð við varaforseta BNA.

Bandarískir kjósendur þurftu að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það væri skynsamlegt að þurfa að treysta á heilsu 72 ára fyrrum krabbameinssjúklings til að koma í veg fyrir að yfirmaður fullkomnasta herafla í heimi verði sveitalubbi sem m.a. veit ekki að Afríka er heimsálfa, ekki land.

Vegna aldurs McCain var varaforsetaefni hans mjög mikilvægt, mun mikilvægara en hjá Obama. Ef hann hefði valið einhvern skárri, einhvern sem fólk hryllir ekki við tilhugsunina um að verði forseti, hefði útkoman e.t.v. orðið önnur.

Ef valið hefði verið milli t.d. McCain/Sununu og Obama/Biden, leyfi ég mér að fullyrða að staðan væri önnur nú, eða a.m.k. hefði slagurinn verið tvísýnni.

Og eftir stendur að sá flokkur sem á 19. öld var með eina nútímalegustu stefnu allra stjórnmálaafla, Repúblikanaflokkurinn, er búinn að drabbast niður á það stig að vera athvarf fyrir fáfrótt, inngift, ofsatrúað hjólhýsahyski.
Nú er hún Snorrabúð stekkur. >

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?